Gus Gus

 
(þessari mynd var stolið af blogginu hennar Þóru)

Tónleikarnir voru skemmtilegir en madness. Þegar var búið að ýta mér mjög mikið fram og til baka gafst ég upp og hörfaði útúr þvögunni. Naut tónleikanna eiginlega bara betur úr fjarlægð. 

Á föstudaginn verður ábyggilega aðeins öðruvísi stemning, því þá ætlum við að skella okkur á hin dásamlegu Nouvelle Vague. Ég gæti trúað því að stemningin verði aðeins meira elegant, sparikjólar koma sterklega til greina, og mojito (enda bjuggum við til svo fullkomna mojitóa á laugardagskvöldið að nú verður ekki aftur snúið!) Ég hlakka til. Einir tónleikar í viku koma svo sannarlega skapinu í lag!

Og það þrátt fyrir almennt ósætti við skoðanakannanir - hér er góð grein á Vefritinu, í guðanna bænum, lesið!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hérna ertu þá!

Ach - gerðuði mojitoa án mín ;(  Ég geri kröfu um að þetta ósamræmi og óréttlæti verði leiðrétt eigi síðar en næstu helgi!!!

Guðrún Lilja (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 19:14

2 identicon

Úff já þetta voru svakalegir tónleikar! Hlakka til næstu! Hvað kemur á eftir þeim??

Þóra Lísa (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 17:53

3 Smámynd: Helga Tryggvadóttir

mmm, veit ekki! kannski við þurfum bara sjálfar að fara að flytja inn hljómsveitir þá! vá, hverjum eigum við að byrja á?? 

ég hlakka líka mjög mikið til um helgina - held að það verði ekkert hjá því komist að búa til eins og einn mojito sko! guðrún þú verður líka að kynnast kokteilasnilldinni hennar þóru!

Helga Tryggvadóttir, 24.4.2007 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband