Góðir hlutir

1) Nouvelle Vague. Tónleikarnir voru æði, ég brosti eiginlega bara Sólheimabrosi allan hringinn allan tímann. Nema þegar við Anna lékum beyglur með góðum árangri:

helgaogannalind

Kvöldið sem á eftir fór var svo sannarlega skrautlegt, og það vil ég þakka eftirtöldum aðilum: Þóru, Guðrúnu Lilju, Sif og Önnu Lind fyrir að vera skemmtilegar, fimmtán Ameríkönum í steggjaferð  til Íslands fyrir óteljandi mojitóa, að ógleymdum bassaleikara Nouvelle Vague sem var hress á Kaffibarnum, um það vitnar alveg fáránlega dólgsleg mynd sem ekki verður birt hér.

2) Seltjarnarnesið. Við Steindór höldum okkur í íhaldsbælinu þessa dagana, í tilefni nýrrar formennsku minnar í fyrstu og einu vinstrisinnuðu ungliðahreyfingu bæjarins - UJSel. Kostur við það er óneitanlega Neslaugin, alltaf í uppáhaldi. 

3) Vorið. Allt í einu var bara allt orðið grænt, sem er klárlega ekki slæmt!

4) Kosningar. Á maður ekki bara að leyfa sér að vera bjartsýnn? Og ef ekki er alltaf hægt að hugga sig við það að allt havaríið verður liðið hjá eftir bara tíu daga. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband