Sumarfrí

Ritgerðin farin úr mínum höndum, og jú ég er mjög sátt við það. Ég er hins vegar afar ósátt við hvað ég borgaði ógeðslega mikið fyrir að láta prenta hana. Það var bara djók. 

En þetta þýðir nú samt að ég er komin í sumarfrí! Og eiginlega alveg fram í júlí, nema kannski ég reyni að gera eitthvað smá gagn á heilsugæslustöðvum fátækrahverfanna í Nairobi: 

barn

(börnin í Nairobi eru víst mjög hrifin af pennum. Ég er búin að safna nokkrum til að gefa ....)

Ég var búin að sjá fyrir mér að hanga í sundi og á Laugarveginum til skiptist frídagana mína þar til ég fer út, en það er nú reyndar ekki útlit fyrir svoleiðis. En jæja, eins gott að ég er á leiðinni til svörtustu Afríku um næstu helgi!  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

OMG ég er svo spennt fyrir þína hönd!! Alveg að líða að þessu!! Verður svo ekki örugglega bloggað eitthvað um ævintýrið?? Það eru sko netcafé í Kenya ;) Hlakka alla vega til að heyra ævintýrasögurnar hvenær sem það verður. Góða ferð sæta og farðu varlega ;) Knús :*

Hjördís Elva (IP-tala skráð) 9.6.2007 kl. 11:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband