Elgir eða frambjóðendur?

Ætli einhvern tímann hafi verið sýnt fram á fleiri atkvæði skili sér í hús í réttu hlutfalli við tönun frambjóðenda? Hver man ekki eftir Binga í vor, sem breyttist úr venjulegum manni í rosa fitt svertingja þegar borgarstjórnarkosningarnar nálguðust? Og hver veit - kannski hefði hann ekki náð kjöri ef hann hefði ekki verið svona elgtanaður og kunnað að grilla.

Í dag fór ég í Kringluna og þegar ég var að keyra út aftur blasti við mér rosastórt auglýsingaskilti á vegum sjalla þar sem Geir, Þorgerður og Guðlaugur voru nær óþekkjanleg sökum gríðarlegrar brúnku. Ég skil reyndar Sjálfstæðisflokkinn alveg að sjá hag sinn í því að dulbúa frambjóðendur sína á þessum síðustu og verstu tímum, miðað við hvernig ástandið er í þjóðfélaginu (það sjáum við auðvitað allstaðar, en góð dæmi má meðal annars finna hér, hér og hér). Sjálfstæðismenn hafa auðvitað sett upp velferðargrímuna fyrir nokkru síðan en hafa ekki látið þar við sitja og skellt sér í smá brúnkusprey líka!

Annars skrifaði Steindór minn frábæra grein um þetta á Múrinn fyrir nærri ári síðan. Hún á ennþá við í dag - endilega lesið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband