Ráðuneyti dauðans

Ég held að það hafi verið stórfelld mistök af spunameisturum framsóknarmanna að setja vonarstjörnuna Jón Sigurðsson í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið!  

Sjáið bara Valgerði Sverrisdóttur, sem vex í áliti með hverjum deginum sem líður eftir að hún losnaði úr ráðuneyti dauðans (allavega hjá mér, en það hefur kannski eitthvað með það að gera að hún styrkti Kenýareisuna mjög veglega). Meira að segja farið að tala um að hún sé hugsanlega næsti leiðtogi framsóknar (sjá Staksteina dagsins!)

Á meðan húkir Jón S í virkjanaráðuneytinu, enginn treystir honum og fylgið hrynur af flokknum hans!


Uppgjör kók-istans

Ég hætti að reykja í maí og er fáránlega stolt af því! reyndar kom það ekki til af góðu, ég lenti í viku inn á krabbameinsdeildum LSH og eftir að hafa horft þar upp á mörg hræðileg dæmi um lungnakrabba gat ég bara eiginlega bara ekki hugsað mér að reykja lengur.

Og þrátt fyrir eitt hliðarspor fyrir jólin þegar ég var fjarri ráði og rænu hefur þetta gengið mjög vel. Svo vel að núna um áramótin ákvað ég að taka helmingi erfiðara skref, að hætta að drekka kók!

Ég var nú ekkert of ákveðin í þessu áramótaheiti til að byrja með, trúði eiginlega ekki að þetta væri hægt, en Steindór hefur lamið okkur áfram af mikilli hörku. Hann leyfir sér nú samt kók við þynnku sem ég þori alls ekki, af ótta við að það muni leiða til ótæpilegrar áfengisneyslu uppá hvern einasta dag!

Þannig að nú hef ég verið kóklaus í þrjár vikur og búin að blogga um þetta allt saman – engrar undankomu auðið semsagt! Nú er það bara vítamínbætt vatn og epli í öll mál.


Þvílíkur léttir ....

.... þegar ég gekk út úr Ármúlanum í morgun og komst að því að það er ekki lengur frost! veivei, nú þarf ég ekki lengur að frjósa á nefinu þegar mig langar að eiga langar samræður við fólk úti í nóttinni. 

Helgin var greit, síðasta vinnuhelgin (í bili allavega) og óstjórnlega flott listakynning Röskvu á föstudaginn. Held að það sé langt síðan svona vel hefur tekist upp við að manna lista, dýrðina má sjá hér.

Held að gamla konan á deildinni minni sem söng Vorið er komið og grundirnar gróa alla helgina og vildi meina að vorið væri svo sannarlega komið hafi bara haft rétt fyrir sér! 


Vetrinum pakkað saman

Loksins loksins er ég farin að sjá fyrir endann á vetrinum. Það gerðist í gær, þegar ég hitti leiðbeinandann minn fyrir rannsóknarverkefnið sem ég verð að vinna að frá mars og fram í júní. Verkefninu var reyndar breytt frá grunni - og ég er svo fáránlega ánægð með nýja verkefnið!

Ég verð semsagt á spítalanum að safna upplýsingum og ræða við sjúklinga, en fæ líka vonandi tækifæri til þess að fylgjast með aðgerðum og hvernig lífið gengur fyrir sig á spítalanum. Fyrir nú utan að verkefnið er spennandi og um efni sem hefur aldrei áður verið rannsakað hér á landi.

Nú þarf ég bara að ná tveimur prófum og þá er bara-bóklega hlutanum af náminu lokið! Eftir það er það bara verkefni, Kenýa og síðan byrjar klíníkin í haust (smá álag en samt bara gaman ....)

Ekkert skammdegisþunglyndi hér eftir, nú er það bara að massa þessi helvítis próf!


Litla ungfrú sólskin

Besta gamanmynd sem ég hef séð lengi. Líka besta ádeila sem ég hef séð lengi. Ég held að allir bara verði að fara að sjá þessa mynd, hún er frábær! 

Smá sólskin inn í veturinn, haha. 


Snjór, snjór skín á mig

Snjórinn er frábær! svo lengi sem maður þarf ekki að fara út.

 


Skuldadagar

Voða næs desember. Ég bakaði smákökur, skar laufabrauð, bakaði piparkökuhús, djammaði og hafði það almennt mjög mjög gott. 

Núna er aftur á móti komið að skuldadögum. Manni hefnist sko aldeilis fyrir vitleysuna í desember, og núna skal maður nú aldeilis fá að læra! Sjáumst í mars!


Grill

... ekki grillmatur, viðrar nú ekki beint fyrir svoleiðis. Býð ekki einu sinni í að fara út á svalirnar mínar, gæti bara fokið í burtu. 

nei, ég hef nú samt lent í grillun síðustu dagana. Lenti í minni fyrstu krufningu á miðvikudagsmorguninn, það var frekar súrt enda vissi ég bara af því með hálftíma fyrirvara að ég væri að fara. Það var í senn skrýtið, ógeðslegt en samt soldið spennandi og forvitnilegt ....

og þá vorum við grilluð! allar spurningarnar um helvítis anatómíuna sem maður lagði dag og nótt í að læra fyrir bara tveimur árum síðan, en núna mætti halda að ég hefði aldrei heyrt á neitt af þessu minnst! allavega var mjög auðvelt að reka okkur á gat, um bara einföldustu atriði sem maður hefði getað þulið afturábak og áfram á sínum tíma. 

Og svo aftur í morgun. Á bæklunardeild þar sem við fórum í smá klíník. Endalausar spurningar um ítaugun húðar, vöðva, liðbönd og bein. Og þetta er allt alveg horfið úr kollinum mínum, mjög sorglegt eftir allt sem maður lagði á sig til þess að læra þetta til að byrja með. 

Ég hlakka fáránlega til á næsta ári þegar klíníkin byrjar fyrir alvöru upp á spítala. En sjitt hvað ég verð grilluð í gegn fyrir að muna ekkert!


Blast from the past

Á morgnana þegar ég tek strætó í skólann er oft verið að spila þar gömul og furðuleg lög sem ég var búin að steingleyma að væru til. Fyrir ekki svo löngu hljómaði lagið Torn með Natalie Imbruglia (man einhver eftir því?), reyndar ótrúlegt að mér hefði tekist að gleyma því lagi enda vaknaði ég við það á hverjum morgni allt fyrsta árið mitt í MH.

Ghetto superstar kom í síðan morgun, reyndar fremur ferskt í minni eftir jólin og Kósíheit par exelans. Síðan komst ég að því að ég kunni allan textann í frekar hræðilegu lagi sem var spilað næst og ég hefði aldrei trúað uppá sjálfa mig að hafa hlustað á (þarf líka frekar mikið til að mér takist að læra heilu lögin utanað!!)

Eftir smástund fattaði ég að þetta var cover-útgáfa af skelfilegu Celine Dion lagi sem ég hlustaði (greinilega) einu sinni mikið á. Úff ....


Nýtt líf, eða þannig

Við Steindór settum okkur sameiginleg áramótaheit. Eitt þeirra var reyndar að vera minna gay, en ég skal alveg viðurkenna að þessi sameiginlegu áramótaheit voru nú ekki alveg skref í þá átt.

Aðaláramótaheitið er að borða hollari mat. Við leggjum reyndar ekki alveg sama skilning í hollan mat þar sem annað okkar borðar til dæmis ekki ávexti og finnst kínverskt take-away og Subway ágætis dæmi um hollan mat ..... 

Í gær vorum við líka kannski ekki alveg með á nótunum þegar við fórum út að borða á Eldsmiðjuna, og þess vegna ákváðum við að fá okkur léttpopp(!) og sódavatn með vídjóinu eftirá.  Því okkur er kannski ekki alls varnað enda hefur ekkert kók farið inn fyrir okkar varir síðan á, tjah, nýársdag! en hann telst hvorteðer ekki með ....


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband