Haust-krísa

Haustið leggst eitthvað undarlega í mig þetta árið. Veit ekki alveg hvað það er: veðrið, yfirvofandi próf með tilheyrandi athyglisbresti, annríki eða hvað.

Ég skil reyndar ekki hvaða bull það er því þetta haust gæti svo sannarlega orðið fáránlega skemmtilegt: við erum búin að fá lyklana að íbúðinni okkar og flytjum væntanlega inn strax eftir næstu mánaðamót, skipulögð hefur verið ein Prag-ferð og reisa okkar stelpnanna norður í land í verknám á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Fyrir nú utan að verknámið fer loksins aaaalveg að byrja eftir mjög mjög langa bið ....

Ég er samt aðeins súr yfir að sumarið sé búið. Sumarið sem var svo ógeðslega skemmtilegt:gíraffamynd

sem sjá má er ég með gíraffa á heilanum og það er sjúklegt hvað mig langar aftur til Afríku. Næst ætla ég að ganga á Kilimanjaro ..... 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta var geggjuð ferð!! Fáránlega skemmtileg

Harpa (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 11:27

2 Smámynd: Helga Tryggvadóttir

já, alveg óendanlega! Ég get ekki beðið eftir Tansaníu 2017!!!

Helga Tryggvadóttir, 18.9.2007 kl. 02:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband