Gleðilegt sumar!

Mér finnst sumardagurinn fyrsti krúttlegur. Bara hugmyndin að fagna sumri einn kaldan fimmtudag í apríl er svo ótrúlega sæt og minnir mann auðvitað á að það er betri tíð framundan, loksins! Sumrið mitt verður líka klárlega gott, þó svo að ég þurfi að fara alla leið til Afríku að sækja það!

Annars magnast fiðringurinn fyrir Kenýa með hverjum deginum. Lonely planet er miklu vinsælla lesefni en fræðigreinar um ógleði og pælingar um hvernig við eigum að haga frívikunum tveimur, eftir að við ljúkum störfum á heilsugæslunum í Nairobi, standa sem hæst. Safarí er möst en það er svo fáránlega margt annað hægt að gera, þetta verður alveg mega!

Og margt annað gott er að gerast. Ég efast svo sannarlega ekki um góða stemningu á Gus Gus á laugardagskvöldið og stemningin verður örugglega ekki síðri á hinum mjög svo sætu Nouvelle Vague helgina þar á eftir. Mest hlakka ég samt til að endurheimta kærastann minn á sunnudaginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Gleðilegt sumar Helga!

Talandi um kærastann þinn.. hann er fáránlega svalur umboðsmaður Sprengjuhallarinnar!  

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 19.4.2007 kl. 17:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband