Færsluflokkur: Bloggar
Laugardagur, 21. apríl 2007
Diamonds are a girls best friend ....
... eða ekki, og ég var ekki að trúlofa mig um símalínu yfir í menntaskólapartý í Fellabæ. Var hins vegar að enda við að horfa á Blood diamonds, og er soldið sjokkeruð yfir öllum hamagangnum vegna þessara blessuðu demanta. Langar að því tilefni að benda á gamla en mjög athyglisverða helgarumfjöllun á Vefritinu, sem fjallar einmitt um demantaiðnaðinn (værsogod!)
Ég skrifaði sjálf líka grein á þetta sama vefrit, í gær. Bendi á hana hér, ef einhver skyldi vera áhugasamur.
Annars er ég orðin afar spennt vegna 12. maí. Ég er soldið spennt útaf Gus Gus tónleikunum á morgun og er líka kominn með soldinn fiðring vegna fyrirhugaðs náms á skurðlækningadeildum LSH fyrir áramót næsta vetur. Gó kírúgía!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 19. apríl 2007
Gleðilegt sumar!
Mér finnst sumardagurinn fyrsti krúttlegur. Bara hugmyndin að fagna sumri einn kaldan fimmtudag í apríl er svo ótrúlega sæt og minnir mann auðvitað á að það er betri tíð framundan, loksins! Sumrið mitt verður líka klárlega gott, þó svo að ég þurfi að fara alla leið til Afríku að sækja það!
Annars magnast fiðringurinn fyrir Kenýa með hverjum deginum. Lonely planet er miklu vinsælla lesefni en fræðigreinar um ógleði og pælingar um hvernig við eigum að haga frívikunum tveimur, eftir að við ljúkum störfum á heilsugæslunum í Nairobi, standa sem hæst. Safarí er möst en það er svo fáránlega margt annað hægt að gera, þetta verður alveg mega!
Og margt annað gott er að gerast. Ég efast svo sannarlega ekki um góða stemningu á Gus Gus á laugardagskvöldið og stemningin verður örugglega ekki síðri á hinum mjög svo sætu Nouvelle Vague helgina þar á eftir. Mest hlakka ég samt til að endurheimta kærastann minn á sunnudaginn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 10. apríl 2007
Aldrei segja aldrei - komin suður
Vestfjarðaferðin var indæl. Fór meira fyrir djammi og skemmtunum en tónleikunum sjálfum, samt var gaman á þeim. Blonde Redhead fóru fyrir lítið útaf hljóðkerfisrugli, sem var mikil synd því það litla sem maður heyrði sýndi svo fáránlega gott band ....
Það var líka gaman að skreppa á S-Úgandafjörð og taka gatnamótin inn í miðju fjalli til Flateyrar. Og fáránlega gaman að keyra Djúpið í bæði skiptin í ofboðslega fallegu veðri, þó að firðirnir séu fullmargir (hvar eru göngin?!)
Í dag er ég hins vegar í náttfötum í staðinn fyrir að vera á spítalanum, því ég er lasin. En stundum kemur það sér vel, því ég er að klára alveg feitt blað sem kemur út síðar í vikunni. Svo mæli ég með að lesa þetta og skoða þetta. Sérstakt kredit fær síðan marsgreinin á Vefritinu, eftir Erlu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 2. apríl 2007
Aldrei fór ég suður
Hlakka sjúklega mikið til að fara vestur um helgina. Frítt föruneyti, skemmtileg tónlist og svo er ofboðslega fallegt á Ísafirði ....
Ég fór á Aldrei fór ég suður fyrir þremur árum og það var óendanlega gaman. Trabant fór á kostum í fiskvinnsluhúsinu, það snjóaði mjög mikið þannig að nóttin fékk á sig ævintýralegan blæ, partý í hverju húsi, falleg fjöll, sushi, rúntur um Flateyri og sund á Suðureyri .... án efa skemmtilegasta páskahelgi allra tíma!
Ég fæ fiðring í magann þegar ég hugsa um helgina!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 1. apríl 2007
Húrra Hafnarfjörður
Hafnfirðingar eru fáránlega góðir í að kjósa, það hafa þeir margsannað. Eiginlega svo góðir að maður ætti auðvitað alvarlega að íhuga að flytja bara í Hafnarfjörð.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 26. mars 2007
Sjúkrahúslífið
er fínt og venst vel. Hef meira að segja fengið smá sýnishorn af alvöru aksjón, en er víst bundin trúnaði og get ekki rætt það frekar .....
Kannski þessvegna sem ég blogga aldrei. Ég líka eyði ekki öllum dögunum fyrir framan tölvu heldur á vöknun Landspítalans við Hringbraut (í gamla fallega húsinu, þið vitið). Kannski rætist eitthvað úr þessu þegar gagnasöfnun lýkur og maraþon-ritgerðarskrif taka við.
Annars leiðist mér ofboðslega þegar vísvitandi er snúið út úr því sem ég skrifa. En ætli maður þurfi ekki að venjast því bara, fyrst maður er nú á annað borð að hafa fyrir að skrifa um stjórnmál. Eða kannski bara að fara að gíra sig upp í ritdeilu?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 14. mars 2007
Verðlækkanir, hvað?
Við Dóri og Þóri fengum okkur að borða á Indó-Kína, því það var allt stappfullt á Vegamótum (eins og alltaf þegar við hjónin rekum þar inn nefið ....)
Matseðillinn var fáránlega dýr þannig að við mönuðum okkur upp í að spyrja afgreiðslukonuna hvort þau væru búin að lækka verðið. Kom einhvern veginn ekki á óvart að það hafði ekki verið gert!
Auðvitað hefðum við bara átt að standa upp og ganga út, en einhvern veginn gerðum við það nú ekki, eftir heartbreaking ræðu um að heildsalar hefðu hækkað kjötverð um 20% (!) í janúar og núna bara gætu veitingahúsin ekki lækkað verðin þrátt fyrir að þurfa að borga minni skatta! Við borguðum þessvegna möglunarlaust þessar næstum 2000 krónur á mann fyrir matinn, og ég huggaði mig við að það kostaði nærri alveg jafn mikið fyrir okkur Steindór að kaupa kjúklingabringur, salat og kartöflur í matinn á sunnudaginn.
Hvað er málið? Ég skil líka ekki Ernu Hauksdóttur, formann Samtaka ferðaþjónustunnar, sem kemur í Kastljós til þess að verja veitingastaðaeigendur: "jújú, það eru nú alveg sumir búnir að lækka næstum nógu mikið..." "það eru margar erlendar ferðaskrifstofur himinlifandi með lækkanirnar" (hvaða lækkanir?) "það er erfitt að reka veitingahús á Íslandi ...."
Alveg dæmigert! Eins og alltaf eru það neytendur sem borga. Þetta er alveg eins og með bíóin sem hækka iðulega verðið þegar dollarinn er hár. Síðan lækkar dollarinn oft líka, en ég man barasta aldrei eftir því að bíóverðið hafi verið lækkað.
Sökks!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mánudagur, 12. mars 2007
Clueless
Hversu clueless getur maður verið þegar maður mætir í græna skurðstofuátfittinu inn á deild og ætlar að fara að gera rannsókn?
Mér leið samt reyndar ekki illa fyrren ég fór og fékk mér hádegismat í matsalnum. Alein og clueless í grænum fötum ....
Annars var gaman. Mér líst mjög vel á rannsóknina og held að þetta gætu orðið bara megaskemmtilegar vikur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 11. mars 2007
Unnið gegn eigin málstað
Hugsið ykkur hvað það væri súrt ef framboð Ómars Ragnarssonar og Margrétar Sverris fengi engan mann kjörinn en tæki nógu mikið frá stjórnarandstöðuflokkunum til þess að ríkisstjórnin héldi velli!
Sjálfstæðis- eða framsóknarmenn sem eiga eftir að kjósa Íslandsflokkinn verður hægt að telja á fingrum annarrar handar. Hins vegar gætu þau átt eftir að taka dýrmætt fylgi af stjórnarandstöðunni, og jafnvel verða þess valdandi að óbreytt stóriðjustefna verði ríkjandi næstu fjögur árin með áframhaldandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og framsóknar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 11. mars 2007
Ljúfa lífið
Vikan er búin að vera afskaplega góð! Sundferðir og búðarferðir, sofa út og kúra, árshátíð, bull og vitleysa. Kominn tími til ....
Á morgun byrja ég síðan á verkefninu mínu af fullri alvöru! Þá ætla ég að tékka hvort spurningalistinn okkar, sem við erum að fara að ganga frá núna á eftir, er í lagi og síðan byrjar bara rannsóknin á þriðjudaginn! Hlakka mikið til að fá loksins tækifæri til að vera inn á spítalanum, það er meira að segja búið að segja okkur að við getum mögulega fengið að fylgjast með aðgerðum sem mér finnst afskaplega spennandi. Efast ekki um að það er skemmtilegur tími framundan, ég er líka fegin að þurfa ekki að mæta í súra fyrirlestra í Ármúla ....
Annars er ég að skrifa helgarumfjöllun. Endilega tékkið á Vefritinu á eftir, ég er að klára þetta ....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)