Færsluflokkur: Bloggar
Laugardagur, 19. maí 2007
Kaflaskil og Kenýa
Alltaf þegar kemur að kaflaskilum í ritgerðinni minni leiðir það til alveg margra klukkustunda athyglisbrests. Kannski ég ætti bara að reyna að skrifa þetta allt í belg og biðu til þess að komast hjá því, alltaf hægt að bæta inn fyrirsögnum seinna!
Annars verð ég hérna eftir mánuð, nægur efniviður í athyglisbrestinn:
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 18. maí 2007
Guðfaðir
Í tilefni þess að loks hef ég séð Guðfeðurna I og II (III bíður enn betri tíma) finnst mér tal um annan guðföður soldið fyndið - þetta er Steingrímur J. Sigfússon sem allavega einn bitur framsóknarmaður kallar guðföður verðandi uppstigningarstjórnar (líst mun betur á það nafn en Baugsstjórnin, alveg róleg á samsæriskenningunum, fólk!)
Ég er samt pínu svekkt yfir þessum lyktum mála. Auðvitað vildi ég miklu frekar Reykjavíkurlista-vinstristjórn en að mitt fólk færi með sjöllum þó að ég geti ekki annað en fagnað nýrri ríkisstjórn (allt betra en þessi gamla ....)
Upphlaup vinstri grænna og framsóknarfólks út af þessu finnst mér hins vegar alveg út í hött. Ég held að það hefði alveg verið hægt að mynda ríkisstjórn til vinstri, bara fyrr í vikunni. Ef báðir hefðu ekki frekar viljað starfa með Sjálfstæðisflokknum! Og núna gagnrýna þeir Ingibjörgu Sólrúnu fyrir að vilja nákvæmlega það ....
Annars á ég að vera að skrifa ritgerð, það er bara alveg fáránlega miklu erfiðara þegar veðrið er svona gott, allir eru búnir í prófum og einhvers staðar úti að djaaaammma....!
Bloggar | Breytt 19.5.2007 kl. 01:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 17. maí 2007
Húrra ....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 14. maí 2007
Þar fór það
Ég varð fyrir miklum vonbrigðum þegar í ljós kom að ríkisstjórnin heldur velli með minnihluta atkvæða. Reyndar fengu ríkisstjórnarflokkarnir færri atkvæði en stjórnarandstöðuflokkarnir samanlagt og má því algjörlega segja að fólkið í landinu hafi fellt ríkisstjórnina. Kosningakerfið hins vegar varði hana falli.
Það er samt jafnlíklegt að ríkisstjórnin sitji áfram. Með því myndu þeir Geir og Jón sýna enn einu sinni í verki virðingarleysið við fólkið í landinu og vilja þess. Kjósendur sýndu Framsóknarflokknum skýr skilaboð á laugardaginn - þeir vilja ekki flokk sem hefur það eitt hlutverk að vera hækja Sjálfstæðisflokksins og situr á margfalt meiri völdum hann hefur umboð fyrir. Takið það til greina, framsóknarmenn!
Mín óskaríkisstjórn væri minnihlutastjórn Samfylkingar og VG, ég myndi sætta mig við R-listastjórn og þó ég sé nú ekki stórhrifin af þeim valmöguleika væri samstarf Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks mun skárra en óbreytt ástand.
Ég vona líka að í næsta kosningum verði landið allt eitt kjördæmi. Ég skil ekki þessa kjördæmavitleysu, furðulega skipan jöfnunarþingsæta og kvenmannsleysi Norðvesturkjördæmis. Þetta kjördæmakerfi sýndi svo sannarlega gagnsleysi sitt í þessum kosningum, bæði hvað varðar jafnrétti kynjanna og furðulegt misvægi atkvæða eftir því hvar á landi viðkomandi er búsettur.Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 9. maí 2007
Íslandshreyfingin?
Ég fékk mjög athyglisverðar niðurstöður útúr stjórnmálaprófinu mínu:
Stuðningur við Sjálfstæðisflokk: 6.25%
Stuðningur við Framsóknarflokk: 20%
Stuðningur við Samfylkinguna: 50%
Stuðningur við Vinstri-Græna: 50%
Stuðningur við Frjálslynda flokkinn: 18%
Stuðningur við Íslandshreyfinguna: 60%
Ég hef samt ekki hugsað mér að kjósa Íslandshreyfinguna, enda má ég ekki til þess hugsa að atkvæðið mitt falli dautt niður og nýtist ekki til þess að skipta um ríkisstjórn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 6. maí 2007
Breytum til!
Sex dagar til stefnu! Við bara verðum að fella ríkisstjórnina ....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 5. maí 2007
Fjörutíu blaðsíður um gubb
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 4. maí 2007
Góðir hlutir
1) Nouvelle Vague. Tónleikarnir voru æði, ég brosti eiginlega bara Sólheimabrosi allan hringinn allan tímann. Nema þegar við Anna lékum beyglur með góðum árangri:
Kvöldið sem á eftir fór var svo sannarlega skrautlegt, og það vil ég þakka eftirtöldum aðilum: Þóru, Guðrúnu Lilju, Sif og Önnu Lind fyrir að vera skemmtilegar, fimmtán Ameríkönum í steggjaferð til Íslands fyrir óteljandi mojitóa, að ógleymdum bassaleikara Nouvelle Vague sem var hress á Kaffibarnum, um það vitnar alveg fáránlega dólgsleg mynd sem ekki verður birt hér.
2) Seltjarnarnesið. Við Steindór höldum okkur í íhaldsbælinu þessa dagana, í tilefni nýrrar formennsku minnar í fyrstu og einu vinstrisinnuðu ungliðahreyfingu bæjarins - UJSel. Kostur við það er óneitanlega Neslaugin, alltaf í uppáhaldi.
3) Vorið. Allt í einu var bara allt orðið grænt, sem er klárlega ekki slæmt!
4) Kosningar. Á maður ekki bara að leyfa sér að vera bjartsýnn? Og ef ekki er alltaf hægt að hugga sig við það að allt havaríið verður liðið hjá eftir bara tíu daga.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 23. apríl 2007
Gus Gus
(þessari mynd var stolið af blogginu hennar Þóru).
Tónleikarnir voru skemmtilegir en madness. Þegar var búið að ýta mér mjög mikið fram og til baka gafst ég upp og hörfaði útúr þvögunni. Naut tónleikanna eiginlega bara betur úr fjarlægð.
Á föstudaginn verður ábyggilega aðeins öðruvísi stemning, því þá ætlum við að skella okkur á hin dásamlegu Nouvelle Vague. Ég gæti trúað því að stemningin verði aðeins meira elegant, sparikjólar koma sterklega til greina, og mojito (enda bjuggum við til svo fullkomna mojitóa á laugardagskvöldið að nú verður ekki aftur snúið!) Ég hlakka til. Einir tónleikar í viku koma svo sannarlega skapinu í lag!
Og það þrátt fyrir almennt ósætti við skoðanakannanir - hér er góð grein á Vefritinu, í guðanna bænum, lesið!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 22. apríl 2007
Elgir eða frambjóðendur?
Ætli einhvern tímann hafi verið sýnt fram á fleiri atkvæði skili sér í hús í réttu hlutfalli við tönun frambjóðenda? Hver man ekki eftir Binga í vor, sem breyttist úr venjulegum manni í rosa fitt svertingja þegar borgarstjórnarkosningarnar nálguðust? Og hver veit - kannski hefði hann ekki náð kjöri ef hann hefði ekki verið svona elgtanaður og kunnað að grilla.
Í dag fór ég í Kringluna og þegar ég var að keyra út aftur blasti við mér rosastórt auglýsingaskilti á vegum sjalla þar sem Geir, Þorgerður og Guðlaugur voru nær óþekkjanleg sökum gríðarlegrar brúnku. Ég skil reyndar Sjálfstæðisflokkinn alveg að sjá hag sinn í því að dulbúa frambjóðendur sína á þessum síðustu og verstu tímum, miðað við hvernig ástandið er í þjóðfélaginu (það sjáum við auðvitað allstaðar, en góð dæmi má meðal annars finna hér, hér og hér). Sjálfstæðismenn hafa auðvitað sett upp velferðargrímuna fyrir nokkru síðan en hafa ekki látið þar við sitja og skellt sér í smá brúnkusprey líka!
Annars skrifaði Steindór minn frábæra grein um þetta á Múrinn fyrir nærri ári síðan. Hún á ennþá við í dag - endilega lesið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)