Guðfaðir

Í tilefni þess að loks hef ég séð Guðfeðurna I og II (III bíður enn betri tíma) finnst mér tal um annan guðföður soldið fyndið - þetta er Steingrímur J. Sigfússon sem allavega einn bitur framsóknarmaður kallar guðföður verðandi uppstigningarstjórnar (líst mun betur á það nafn en Baugsstjórnin, alveg róleg á samsæriskenningunum, fólk!)

Ég er samt pínu svekkt yfir þessum lyktum mála. Auðvitað vildi ég miklu frekar Reykjavíkurlista-vinstristjórn en að mitt fólk færi með sjöllum þó að ég geti ekki annað en fagnað nýrri ríkisstjórn (allt betra en þessi gamla ....)

Upphlaup vinstri grænna og framsóknarfólks út af þessu finnst mér hins vegar alveg út í hött. Ég held að það hefði alveg verið hægt að mynda ríkisstjórn til vinstri, bara fyrr í vikunni. Ef báðir hefðu ekki frekar viljað starfa með Sjálfstæðisflokknum! Og núna gagnrýna þeir Ingibjörgu Sólrúnu fyrir að vilja nákvæmlega það ....

 

Annars á ég að vera að skrifa ritgerð, það er bara alveg fáránlega miklu erfiðara þegar veðrið er svona gott, allir eru búnir í prófum og einhvers staðar úti að djaaaammma....!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband