Unnið gegn eigin málstað

Hugsið ykkur hvað það væri súrt ef framboð Ómars Ragnarssonar og Margrétar Sverris fengi engan mann kjörinn en tæki nógu mikið frá stjórnarandstöðuflokkunum til þess að ríkisstjórnin héldi velli! 

Sjálfstæðis- eða framsóknarmenn sem eiga eftir að kjósa Íslandsflokkinn verður hægt að telja á fingrum annarrar handar. Hins vegar gætu þau átt eftir að taka dýrmætt fylgi af stjórnarandstöðunni, og jafnvel verða þess valdandi að óbreytt stóriðjustefna verði ríkjandi næstu fjögur árin með áframhaldandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og framsóknar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Já það yrði frekar súrt, en mikill möguleiki á því. Þeir sem eru óákveðnir fara síður til stjórnaflokka. Þetta allavega dreifir atkvæðum meira á stjórnarandstöðu.

Tómas Þóroddsson, 11.3.2007 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband