Blast from the past

Á morgnana þegar ég tek strætó í skólann er oft verið að spila þar gömul og furðuleg lög sem ég var búin að steingleyma að væru til. Fyrir ekki svo löngu hljómaði lagið Torn með Natalie Imbruglia (man einhver eftir því?), reyndar ótrúlegt að mér hefði tekist að gleyma því lagi enda vaknaði ég við það á hverjum morgni allt fyrsta árið mitt í MH.

Ghetto superstar kom í síðan morgun, reyndar fremur ferskt í minni eftir jólin og Kósíheit par exelans. Síðan komst ég að því að ég kunni allan textann í frekar hræðilegu lagi sem var spilað næst og ég hefði aldrei trúað uppá sjálfa mig að hafa hlustað á (þarf líka frekar mikið til að mér takist að læra heilu lögin utanað!!)

Eftir smástund fattaði ég að þetta var cover-útgáfa af skelfilegu Celine Dion lagi sem ég hlustaði (greinilega) einu sinni mikið á. Úff ....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband