Fimmtudagur, 4. janúar 2007
Nýtt líf, eða þannig
Við Steindór settum okkur sameiginleg áramótaheit. Eitt þeirra var reyndar að vera minna gay, en ég skal alveg viðurkenna að þessi sameiginlegu áramótaheit voru nú ekki alveg skref í þá átt.
Aðaláramótaheitið er að borða hollari mat. Við leggjum reyndar ekki alveg sama skilning í hollan mat þar sem annað okkar borðar til dæmis ekki ávexti og finnst kínverskt take-away og Subway ágætis dæmi um hollan mat .....
Í gær vorum við líka kannski ekki alveg með á nótunum þegar við fórum út að borða á Eldsmiðjuna, og þess vegna ákváðum við að fá okkur léttpopp(!) og sódavatn með vídjóinu eftirá. Því okkur er kannski ekki alls varnað enda hefur ekkert kók farið inn fyrir okkar varir síðan á, tjah, nýársdag! en hann telst hvorteðer ekki með ....
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.