Miðvikudagur, 3. janúar 2007
Ekki-annáll
Gleeeðilegt ár!
Ég er búin að gera heiðarlega tilraun til þess að setja saman áramótaannál en það hefur ekki gengið nógu vel. Ég held að það hafi bara of mikið gerst á þessu ári, það færi betur á því að skrifa bara bók!
Annars er kemur risið á Laufásvegi sterkt inn sem besti atburður ársins (fyrir utan auðvitað kynni mín við Steindór!) Það er líf og fjör í risinu þegar við erum þar öll, þ.e. við Steindór, Halla og Andri. Sérstaklega á síðkvöldum eða á nóttunni þegar allir aðilar hafa drukkið mikið.
Ferð Ferðafélagsins þreytta sveitta og svanga til Belgíu og Bretlandseyja stendur uppúr sem skemmtilegasta vika ársins.
Þar sem árið 2006 verður lengi í minnum haft sem tónleikaár allra tíma finnst mér alls ekki úr vegi að gera smá lista yfir tónleika ársins:
1. Radiohead á Pukkelpop. Ég fæ ennþá gæsahúð þegar ég hugsa um það.
2. Belle&Sebastian og Emilíana Torrini á Borgarfirði eystri. Það var svo gaman ....
3. Rolling Stones í Twickenham. Besta skyndiákvörðun ársins.
4. Sufjan Stevens í Fríkirkjunni. Merry Christmas og fljúgandi jólasveinar.
5. Hot Chip á Pukkelpop. Úrhellisrigningin fyrir utan tjaldið gerði þetta svo ógleymanlega upplifun!
Athugasemdir
Ég er svangur.
Steindór (IP-tala skráð) 3.1.2007 kl. 18:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.