Sunnudagur, 31. desember 2006
Komdu með mér í gamlárspartý ....
Veit ekki alveg með áramótin. Ekki alveg svona mitt kvöld. Of margt fólk, of fáir leigubílar, of miklar væntingar og of mikið um að vera. Enda hef ég einhvern tímann endað mitt gamlárskvöld með því að pússla inn í nýja árið og sleppt því alveg að fara út.
Á hinn bóginn hef ég líka farið í fáránlega vel heppnuð áramótapartý! Partýið hjá Önnupálu og Bjarna um síðustu áramót var allavega með betri kvöldum ársins, þó að stundum hafi stuðið alveg farið fyrir ofan garð og neðan á þessu ágæta fyrsta/síðasta kvöldi ársins.
Á morgun ætla ég þessvegna ætla ég að veðja á djammið. Og sit heima núna (veit af reynslu að það er hægt að fara flatt á 30. og ég ætla sko ekki að eyðileggja óóógeðslega góða humarinn sem ég er búin að hlakka til allt árið 2006 að borða!)
Annars vil ég bara segja takk fyrir, 2006. Fínasta ár!
Athugasemdir
Takk sömuleiðis.
Geimið hjá APS og Bjarna í fyrra var eitthvert hressasta partei sem ég verið í.
Gleðilegan humar og góða skemmtun!
Magnús Már Guðmundsson, 31.12.2006 kl. 17:20
Geimið hjá APS og Bjarna er klárlega ofmetið, mjög ofmetið. Fjarlægðin gerir fjöllin blá.
Sjálfur var ég heima hjá mér á nýársnótt og kunni vel við það.
Agnar Freyr Helgason, 3.1.2007 kl. 10:51
Nei, Aggi. Þú misstir af miklu!
Helga Tryggvadóttir, 3.1.2007 kl. 21:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.