Fimmtudagur, 28. desember 2006
Jólaóregla og vitleysa
Long tæm nó sí! enda jólin vaðið yfir rútínuna mína og lagt hana í rúst. Jólin voru auðvitað dásamleg, þó að vinna núna milli jóla og nýárs hafi verið vel þegin, bæði af fjárhagslegum og rútínulegum ástæðum.
Þessa dagana er ég líka ljúflega vakin af lífsklukkunni minni - vekjaraklukku sem er líka lampi og byrjar hægt og rólega að kveikja ljósið hálftíma áður en hún vekur mann sjálfan með afar náttúrulegum og indælum hljóðum. Ef þess er óskað svæfir hún mann líka. Já, gott að geta keypt sér líkamsklukku ef manns eigin er alveg hökkuð. Og eiga góða mömmu.
En þegar maður vinnur við að skrifa hefur maður ekki þörf til skrifta þess utan. Eins gott fyrir þetta ágæta blogg að vinna stendur einungis yfir í þrjá daga þetta skiptið - síðasti dagurinn á morgun!
Takk fyrir og góða nótt!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.