... og Vefritið enn og aftur

Ég skrifaði grein á Vefritið í dag. Það má lesa hana hér, ef einhvern langar! 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gróa Margrét Valdimarsdóttir

Fín grein hjá þér og ég er sko alveg sammála!! Frelsi er mjög misnotað hugtak í dag.  En annars þá ertu líka velkomin að koma í heimsókn til mín og púsla yfir jólin. Ég er meira að segja búin að kauða púsl.

Gróa Margrét Valdimarsdóttir, 12.12.2006 kl. 22:30

2 Smámynd: Ólafur Örn Nielsen

Ég get ekki annað en verið ósammála skrifum þínum um frelsi. Stuðningsmönnum félagshyggjunnar hefur einmitt aldrei tekist að skilgreina frelsi út frá þeirri stefnu og er það bersýnilega ástæða þess hve mikilli hylli nýfrjálshyggjan hefur náð. Það er óhjákvæmilegur fylgifiskur félagshyggjunnar að skerða frelsið á svo mörgum sviðum með tilraunum til að jafna kjör fólks því félagshyggjumenn eru gjarnir á að hafa afskipti af lifnaðarháttum fólks um leið.

Þetta uppgjör Stefáns Ólafssonar við mann sem rak ofan í hann hverja vitleysuna á fætur annarri í umræðuþætti sjónvarpssal 1984 eftir dauða hans þykir mér ansi aumt. Enda kemur endursýning Sjónvarpsins tveimur dögum eftir birtingu greinar Stefáns mér ekki á óvart. Friðjón Friðjónsson fjallar skemmtilega um þessa misheppnuðu atlögu vinstri besserwissaranna þriggja, Stefáns, Ólafs Ragnars og Birgis Björns, að hagfræðingnum knáa.

Annars eru þetta fín skrif hjá þér og þykir mér Vefritið vandað í alla staði þó svo ég sé skrifunum þar ekki sammála

Ólafur Örn Nielsen, 13.12.2006 kl. 13:43

3 Smámynd: Bragi Einarsson

fín grein hjá þér í Vefritinu. Hugtakið Frelsi í hugum nýfrjálshyggjunar þýðir að hafa frelsi til að níðast á náunganum. Það held ég nú!

Bragi Einarsson, 18.12.2006 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband