Mánudagur, 4. desember 2006
Of ungur?
Kærastinn minn er aðeins yngri en ég. Það skiptir reyndar ekki nokkru máli, okkur kemur ágætlega saman þrátt fyrir aldursmuninn!
Hins vegar gæti þetta auðvitað farið að valda nokkrum vandkvæðum ef atburðir helgarinnar fara að endurtaka sig. Þá var honum Steindóri mínum nefnilega ekki hleypt inn á Ölstofuna sökum ungs aldurs!
Aðrir samferðamenn okkar ákváðu í mótmælaskyni að yfirgefa Ölstofuna og kíkja í staðinn á Vegamót til þess að njóta samvista við okkur drenginn. Það fór samt ekki betur en svo að honum var ekki heldur hleypt inn á Vegamót, þá gáfumst við upp og fórum heim.
Ég get samt huggað mig við eitt - það er betra að eiga kærasta sem er ekki hleypt inn á Ölstofuna en kærasta sem er þar alltaf!
Athugasemdir
þetta kalla ég Pollyönnu-syndrome
sjá alltaf jákvæðu hlutina. Ég er líka eldri en konan mín og finnum ekkert fyrir því, reyndar er hún bara 6 mánuðum yngri, EN yngri!
Bragi Einarsson, 4.12.2006 kl. 19:01
hahahahahaha
Kveðjur :)
Þórir Hrafn Gunnarsson, 4.12.2006 kl. 20:37
Haha, þetta er fyndið. Mjög meira að segja.
Dagný (IP-tala skráð) 4.12.2006 kl. 23:19
Það skal þó tekið fram að Steindór er yndislegur, hreint út sagt gull af manni. Betri strákur er vandfundinn og það er gott að þú kannt að meta hann.
Dagný (IP-tala skráð) 5.12.2006 kl. 11:18
Held að þetta sé nú bara missir Ölstofunnar... ekki bara fjárhagslegur, heldur menningarlegur í þokkabót!
Agnar Freyr Helgason, 5.12.2006 kl. 15:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.