Krummi krunkar úti

Ég vaknaði við alveg rosalegt hrafnakrunk í morgun! og þegar ég fór að kanna málið sat svona líka risastór kolbikasvartur krummi á þakskegginu, rétt við risgluggann minn. Við horfðumst í smástund í augu, við krumminn, þangað til honum þótti nóg um og lét sig hverfa niður í bæ.

Nú er bara spurningin - hvað ætli hann hafi ætlað að segja mér?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auðvitað fann hann höfuð af hrúti, hrygg og gæruskinn, hvað annað?

Dagný (IP-tala skráð) 2.12.2006 kl. 20:22

2 Smámynd: Gróa Margrét Valdimarsdóttir

kannski bara að minna á að veturinn er búin að vera harður... koma hrafnarnir ekki þá til byggða annars? Þú mátt líka bæta mér á linkalistann þinn ég er búin að bæta þér á minn

Gróa Margrét Valdimarsdóttir, 2.12.2006 kl. 22:07

3 Smámynd: Þórir Hrafn Gunnarsson

Passaðu þig bara á snjóflóðunum...

Kveðjur :) 

Þórir Hrafn Gunnarsson, 3.12.2006 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband