Mánudagur (til mæðu?)

Mér finnst alltaf vera annað hvort mánudagur eða helgi. Aðrir dagar vikunnar renna eiginlega bara saman í þokumóðu einhvers staðar þar á milli.

Helgarinnar verður einkum minnst fyrir tvennt:

- afar vel heppnaðir tónleikar Háskólakórsins í Neskirkju. Gloria eftir Vivaldi stendur uppúr, ótrúlegt að syngja tónlist sem var samin fyrir þrjú hundruð árum en er samt svona ótrúlega lifandi!!

- í kjölfarið afskaplega furðulegt en skemmtilegt kvöld, sem kom víða við en byrjaði á voða góðum mat á Viktor og endaði í stífri gindrykkju í stigagangi einum mjög nærri heimili mínu.

Fleira er ekki í fréttum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband