Laugardagur, 25. nóvember 2006
Lítil stelpa að þykjast vera læknir
Já, þannig leið mér í morgun þegar ég mætti upp á sjöundu hæð Landspítala háskólasjúkrahúss í Fossvogi - þar sem ég átti að taka sjúkrasögu og gera líkamsskoðun í fyrsta skipti.
Mér leið sko aldeilis ekki eins og ég væri ekki svo ofurmörgum árum frá því að verða fullgildur læknir - eiginlega heldur bara frekar kjánalega með hlustunarpípuna um hálsinn. Sem betur fer mætti mér indælasti maður í heimi - enda ekki fyrir hvern sem er að þola eins og hálfs tíma yfirheyrslu um allt mögulegt og ómögulegt tengt heilsufari sínu! Síðan tók ábyggilega ekki betra við þegar ég byrjaði að pota í hann, það líktist hugsanlega óljóst því þegar læknar skoða sjúklinga sína, en aldrei meir en það!
Jújú, gekk svosem ágætlega! Veit samt ekki alveg hvort ég á að trúa því að æfingin skapi meistarann og ég verði einhvern tímann alvöru læknir ....
Athugasemdir
Va hvad eg skil tig... eg trui tvi varla ad eg verdi nokkurn timann fullgild ljosa. Buin ad taka a moti 2 børnum sjalf, en vaaa hvad eg a langt i land...!
Knus Disa
Disa (IP-tala skráð) 25.11.2006 kl. 00:45
Helga mín; ég er jafn viss og tvisvar tveir eru fjórir að þú verður afbragðs læknir: Verst að þú skyldir ekki hafa verið send einni hæð neðar þar sem ég lá sundurskorinn og samansaumuð...heft meina ég. Þannig gera þeir það núna enda fljótlegt og þægilegt. Hefði svarað öllum þinum spurningum með ánægju og leyft þér að pota og pikka að vild. Gangi þér bara vel.
Forvitna blaðakonan, 25.11.2006 kl. 00:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.