Fimmtudagur, 23. nóvember 2006
Bond, James Blond!
Ég fór semsagt á Bond í gærkvöldi og var bara nokkuð hrifin. Daniel Craig var svona hundrað sinnum flottari en ég bjóst við (hafði litla trú á ljóshærðum Bond (Blond?) - svona er maður fastur í staðalímyndum!)
Enda dálítið erfitt að skilja staðalímyndirnar eftir heima þegar maður fer á Bond! Liggur eiginlega í hlutarins eðli.
Samt fannst mér takast nokkuð vel upp að þessu sinni. Fyrri gellan var svona týpísk Bondgella. Hún var reyndar eiginlega alltof týpísk, næstum því þannig að maður dró þá ályktun að verið væri að gera grín að Bondgellum fyrri tíma ....
Í kjölfarið kom auðvitað í ljós að mun meira var í síðari Bondgelluna spunnið. Ég ætla nú ekki að eyðileggja myndina fyrir fólki en mæli hins vegar með því að fólk skoði þennan vinkil ef það leggur leið sína á Casino Royale.
Svo verður bara að koma í ljós hvort hlutur kvenna verði annar og betri í næstu Bondmyndum!
Athugasemdir
ég get ekki beeeeeeeeeeeeeeeeeeðið
Bragi Einarsson, 23.11.2006 kl. 17:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.