Þriðjudagur, 14. nóvember 2006
Börn
Konan hans pabba sagði mér svolítið dramatíska sögu í gærkvöldi, sem innihélt bæði lögreglu og stuld á peningum. Sjö ára bróðir minn átti ekki að fá að vita um þessa ansi samt krassandi atburði, svo hún ákvað að tala ensku.
Eftir á kom hins vegar í ljós að barnið skildi allt sem fram fór okkar á milli og spurði í smáatriðum út í atriði sögunnar. Ótrúlegt, ekki vissi ég að litli bróðir minn hefði sjálfur lært að skilja ensku!
Þökk sé Simpsons fjölskyldunni.
Athugasemdir
Snilld! Minnir mig bara á þegar hann var talsvert mikið yngri, en setti engu að síður sjálfur á play á Spice Girls og söng og dansaði með...good times ;)
Vigdís Sigurðardóttir, 16.11.2006 kl. 18:33
Haha, já. Hann er aðeins stærri núna en eiginlega bara alltaf jafn mikið krútt!
Helga Tryggvadóttir, 19.11.2006 kl. 15:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.