Varað er við stormi

Allt veður getur verið gott veður. Svo lengi sem það er ekki rok! Þá breytist hins vegar allt veður í vont veður .... 

Froststillur geta verið æði, þá klæðir maður sig bara vel og dáist að norðurljósum og stjörnum. Rok í ískulda ætti hins vegar að banna enda mesti viðbjóður! Þá verður maður nú bara að halda sig inni.

Rigningin er líka góð. Rok & rigning, nei takk! Snjókoma í stilltu veðri, mmmm! Snjóbylur hins vegar ekki svo góður. Rok eyðileggur líka bestu sólardaga, það er bara einfaldlega aldrei neitt gott veður þegar er rok! 

Samt alltaf eitthvað smá ævintýralegt við svona brjálað veður. Svo lengi sem maður þarf ekki að fara út .... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband