Miðvikudagur, 1. nóvember 2006
Ókeypis kaffi latte
Ég var alveg fáránlega glöð í morgun þegar keypti mér latte á Kaffi Roma og komst að því að klippikortið mitt var orðið fullt og sá næsti yrði ókeypis. Svo mundi ég eftir því að Kaffitársklippikortið mitt er orðið fullt líka - frábært, ókeypis latte þar líka!
Svo fór ég að reikna. Til þess að fá 2 "ókeypis" latte hafði ég nefnilega keypt mér 22 og þeir voru sko alls ekkert ókeypis, eiginlega bara rándýrir. Kannski spurning um að kötta þetta aðeins niður og reyna að eyða peningunum sínum í eitthvað annað en bara kaffi!
Athugasemdir
Æji nei gott kaffi er svo gott...mér finnst að maður eigi, sem háskólanemi, bara alveg að mega eyða smá pening í gott kaffi öðru hvoru! Sammála? :)
Kv. Vigga
Vigdís Sigurðardóttir, 2.11.2006 kl. 02:05
Æji nei gott kaffi er svo gott...mér finnst að maður eigi, sem háskólanemi, bara alveg að mega eyða smá pening í gott kaffi öðru hvoru! Sammála? :)
Kv. Vigga
Vigdís Sigurðardóttir, 2.11.2006 kl. 02:05
Jú, alveg sammála .... ekki annað hægt :) og þakka guði fyrir Kaffitár í Þjóðminjasafninu!
Helga Tryggvadóttir, 2.11.2006 kl. 12:44
Akkúrat!! Bjargar alveg annars hundleiðinlegum rigningardögum...:)
Vigdís Sigurðardóttir, 2.11.2006 kl. 18:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.