Mánudagur, 2. október 2006
Lélegar mæður
Við systurnar vorum skildar eftir einar um helgina með mikilvægt verkefni, að sjá um köttinn Mugg. Hljómar kannski ekki erfitt en það er álíka mikil vinna og að hugsa um ungabarn. Til dæmis neitar kötturinn að drekka vatn nema beint úr krananum. og ekkert hvenær sem er. Auk þess krefst hann mikillar athygli, ástar og umhyggju.
Það var samt Steindór sem var sá eini sem tók eftir undarlegri hegðun kattarins í gærkvöldi. Síðar kom í ljós að aumingja dýrið hafði ekkert fengið að borða í þrjá daga. Frekar glataðar mömmur við systur.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.