Mánudagur, 2. október 2006
Að gleyma prófum
... er ekki jafn erfitt og sumir gætu haldið. Ég fór í vinnuna um helgina og um leið gleymdist eiginlega bara alveg að ég væri í miðjum prófalestri. Og það var bara svo fínt ....
Dagurinn í dag fór síðan í að halda upp á afmælið hans Steindórs, sem er loksins hættur að vera vandræðalega ungur. Afskaplega huggulegt, sushi að vali afmælisbarnsins, japanskur bjór og kvikmyndin Daft Punk's Electroma, einnig að vali afmælisbarnsins. Allt mjög fínt.
Hvarflaði varla að mér eitt augnablik að ég er á leiðinni í próf í fyrramálið. kannski sem betur fer, því þá var ég blessunarlega alveg laus við tunglsýki. Vona bara að mér fyrirgefist í prófinu á morgun, enda á það nú hvorki að vera flókið né erfitt. Efast samt um að það sama verði sagt um "the real thing" sem skellur á á fimmtudaginn, fyrsta lokapróf þriðja ársins ....
vildi að mér væri ekki alveg nákvæmlega sama.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.