Ég hlakka svo til ....

Hugurinn á mér er úti um allt, aðallega náttúrlega í Kenýa, og mér er lífsins ómögulegt að læra. Í dag hittum við stelpurnar sem fóru út í sumar og ég væri að taka of vægt til orða ef ég segðist bara hlakka til.

Ekki það sem ég þurfti í miðjan próflesturinn, sem hefur mátt ganga betur til þessa. Líka stanslaust áreiti og bögg í skólanum, barningur að vakna í fyrirlestrana á morgnana og enn brjálæðislegt verklegt prógramm eftir hádegi nærri hvern einasta dag, frekar óþolandi.

En mér er svosem sama. Ég læri bara um allar þessar pöddur, veirur, bakteríur og kvikindi læf næsta sumar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband