Mánudagur, 25. september 2006
Fimmtán mínútur þar til safninu verður lokað
Þegar ég sit og bíð eftir því að Þjóðarbókhlaðan loki byrja ég snemma að undirbúa mig undir sjokkið. Samt bregður mér alltaf, í hvert og eitt einasta skipti, þegar undirtekur í öllu húsinu: "safngestir athugið, nú eru fimmtán mínútur þar til húsinu verður lokað." Alltaf jafn fáránlega, óeðlilega hátt.
Frekar óþægilegt. Samt óneitanlega þægilegra en að vakna um miðja nótt aleinn í Þjóðarbókhlöðunni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.