Fimmtudagur, 21. september 2006
Háskólaandinn við Grensás
Mér finnst gaman að fara í Háskólann. Mér finnst meira að segja gaman að flakka á milli bygginga háskólans, sem eru allar svo skemmtilega ólíkar. Mér finnst gaman að skoða hvað er mismunandi stemning í byggingunum, ólíkt fólk lærir mismunandi fög.
Ég fíla Stúdentakjallarann, Stúdentaheimilið við Hringbraut, Kaffitár í Þjóðminjasafninu, meira að segja Þjóðarbókhlöðuna og trúi á háskólaandann.
Hvers á ég þá að gjalda að vera í skólanum í Ármúla 30, við Grensás?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.