Miðvikudagur, 20. september 2006
Vinsamlegast slökkvið á farsímum!
Nick Cave var góður. Konan sem sat við hliðina á okkur og lét símann sinn hringja út í miðjum fáránlega fallegum en afar lágstemmdum bút af God Is In The House var hins vegar ekki vinsæl. Hringingin var Nokia Tune, alveg eins og í lélegri auglýsingu.
Sjálfsaginn minn hefur náð nýjum lægðum. Ég fer ekki í skólann á morgnana og hangi á netinu í Þjóðarbókhlöðunni heilu og hálfu dagana, í þeirri fullvissu að ég muni redda prófunum sem nálgast á ljóshraða. Eins og maður hefur svosem alltaf reddað hlutunum fyrir horn til þessa ...
Sumarpróf kemur samt náttúrlega ekki til greina, enda ætla ég að vera meira í útlöndum og minna á Íslandi næsta sumar. Fyrst Kenýa í júní, síðan er stefnt að því að túra Austur-Evrópu í ágúst.
Tótallý lovlí. En fyrst bakteríurnar.
Sjálfsaginn minn hefur náð nýjum lægðum. Ég fer ekki í skólann á morgnana og hangi á netinu í Þjóðarbókhlöðunni heilu og hálfu dagana, í þeirri fullvissu að ég muni redda prófunum sem nálgast á ljóshraða. Eins og maður hefur svosem alltaf reddað hlutunum fyrir horn til þessa ...
Sumarpróf kemur samt náttúrlega ekki til greina, enda ætla ég að vera meira í útlöndum og minna á Íslandi næsta sumar. Fyrst Kenýa í júní, síðan er stefnt að því að túra Austur-Evrópu í ágúst.
Tótallý lovlí. En fyrst bakteríurnar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.