Moggaflótti

Ég sé að það hefur skollið á stórfelldur Moggabloggsflótti. Bloggin hjá bloggvinunum mínum, sem hrúguðust upp á sínum tíma, hreyfast varla, nema þá til þess eins að tilkynna brottflutning.

Mér finnst það eiginlega mjög skiljanlegt. Og skil alls ekki þann sem finnst Moggabloggið brúa bil milli menningarheima. Ég held að áhrifin séu einmitt þveröfug, samskipti á Moggablogginu hafa frekar verið til þess fallin að festa fólk í skotgröfum um eigin skoðanir en að auka skilning á ólíkum sjónarmiðum. Endalausar misviturlegar pælingar um fréttir eru líka orðnar voða þreyttar .... meira um það hér.

Og í tilefni þess að ég er að fara í próf og ætti auðvitað alls ekkert að vera að blogga ætla ég ekki að blogga oftar hérna. Kannski annars staðar, hver veit .... eftir próf!

Í tilefni af sumarnostalgíunni sem á hug minn allan þessa dagana langar mig samt að benda á grein sem ég skrifaði eftir yndislegu síðsumarberlínarferðina okkar Steindórs .... enjoy!


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband