Kenýa?

Nei, ég varð ekki eftir í Kenýa. Þó það hafi auðvitað verið afskaplega freistandi að festa rætur í Maasai þorpi ....

 masaiold

Kenýa var snilld. Eiginlega ómögulegt að lýsa því með orðum en ég reyndi nú samt - hakuna matata! Alltaf þegar ég hugsa um ferðina fæ ég eiginlega bara illt í hjartað, þetta var svo ótrúlega frábært ferðalag en á sama tíma margt svo hræðilegt sem við sáum. En líka margt yndislegt - til dæmis gíraffar. Og ferðafélagarnir, takk stelpur ....

Afgangnum af sumrinu var eytt á Grund. Og þó - ekki-á-morgun-heldur-hinn er ég aftur að fara í ferðalag! Ásamt tilvonandi sambýlismanni mínum sem er ekki hættur við að búa með mér þó svo að við höfum varla sést í allt sumar. Á vegi okkar verður dönsk hátíska, tívolí, ísbjörninn Knútur og mögulega múr, eða það sem er eftir af honum. Vóóó hvað ég hlakka til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gíraffar!! hehe  ég mun ávallt hugsa um þig þegar ég sé þá í framtíðinni

Takk sömuleiðis fyrir þetta ótrúlega ævintýri

Inga Rós (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 15:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband