Laugardagur, 18. ágúst 2007
Kenýa?
Nei, ég varð ekki eftir í Kenýa. Þó það hafi auðvitað verið afskaplega freistandi að festa rætur í Maasai þorpi ....
Kenýa var snilld. Eiginlega ómögulegt að lýsa því með orðum en ég reyndi nú samt - hakuna matata! Alltaf þegar ég hugsa um ferðina fæ ég eiginlega bara illt í hjartað, þetta var svo ótrúlega frábært ferðalag en á sama tíma margt svo hræðilegt sem við sáum. En líka margt yndislegt - til dæmis gíraffar. Og ferðafélagarnir, takk stelpur ....
Afgangnum af sumrinu var eytt á Grund. Og þó - ekki-á-morgun-heldur-hinn er ég aftur að fara í ferðalag! Ásamt tilvonandi sambýlismanni mínum sem er ekki hættur við að búa með mér þó svo að við höfum varla sést í allt sumar. Á vegi okkar verður dönsk hátíska, tívolí, ísbjörninn Knútur og mögulega múr, eða það sem er eftir af honum. Vóóó hvað ég hlakka til.
Athugasemdir
Gíraffar!! hehe ég mun ávallt hugsa um þig þegar ég sé þá í framtíðinni
Takk sömuleiðis fyrir þetta ótrúlega ævintýri
Inga Rós (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 15:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.