Fimmtudagur, 31. maí 2007
Líf annarra
.... fyrst ég á mér ekkert sjálf.
Eftir tvo daga og fjörutíu fyrirlestra leið mér í gærkvöldi alveg eins og ég hefði orðið fyrir strætó, knock out (mús??) Erfiðast var þegar ég þurfti sjálf að standa fyrir máli mínu og svara mis-nasty spurningum, meðal annars um meinta tölfræði bak við fínu rannsóknina mína. Jújú, samt ekki misskilja mig, þetta gekk allsekkert illa - allavega ekki samkvæmt mömmu .....
Í gærkvöldi ákváðum við þessvegna að fara í langþráð bíó. Ég held að það segi ýmislegt um andlegt ástand mitt að ég hef ekki grátið jafn mikið yfir bíómynd síðan ég sá Lilju forever, og þá er mikið sagt! Myndin var gjörsamlega æðisleg.
Ég hélt að eftir "hressandi" bíóferð myndi vakna hress og til í tuskið en það er öðru nær. Ég er komin með gubb upp í háls af ritgerðinni minni (fer ansi vel á því reyndar, fyrst hún fjallar hvorteðer um gubb). Mér finnst ósanngjarnt að vera að skrifa ritgerð til 4. júní, sumarið er komið og ég nenni ekki meir. kannski spurning um að skila þessu bara svona, án ályktana, hverjum er ekki sama um ályktanir þegar er hægt að rífast um tölfræði?
Athugasemdir
Hver fer í bíó þegar hægt er að rökræða um tilvist vs tilvistarkreppu varðandi aukastafi þegar verið er að reikna út ár.
Stinga augun úr manninum takk - hann hefur ekkert með þau að gera greinilega...
Guðrún Lilja (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 02:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.