Föstudagur, 25. maí 2007
Staður: Oddi
Tími: 23:18 á föstudagskvöldi
.... og ekki einu sinni prófatíð. Neinei, það eru ALLIR búnir í prófum! Mér leið eins og ég væri ein í heiminum þegar ég gekk inn í Odda áðan, bjóst að sjálfsögðu ekki við sálu, en undur og stórmerki: ég er alls ekki ein í húsinu! Greinilega fleiri en við greyin læknanemarnir sem er haldið við ritgerðarskrif, bull og vitleysu fram á sumar.
Við afhentum reyndar Línus Gunnarsson, hamstur, við hátíðlega athöfn á Stúdentakjallaranum fyrir stundu. Línus heitir í höfuðið á LÍN og stjórnarformanni sjóðsins og verður til heimilis að Stúdentaráði Háskóla Íslands. Gaman að því.
Athugasemdir
hmm...er gunnarsson ættað frá ónefndum kópavogsbúa ?
sædís (IP-tala skráð) 27.5.2007 kl. 22:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.