Mánudagur, 14. maí 2007
Þar fór það
Ég varð fyrir miklum vonbrigðum þegar í ljós kom að ríkisstjórnin heldur velli með minnihluta atkvæða. Reyndar fengu ríkisstjórnarflokkarnir færri atkvæði en stjórnarandstöðuflokkarnir samanlagt og má því algjörlega segja að fólkið í landinu hafi fellt ríkisstjórnina. Kosningakerfið hins vegar varði hana falli.
Það er samt jafnlíklegt að ríkisstjórnin sitji áfram. Með því myndu þeir Geir og Jón sýna enn einu sinni í verki virðingarleysið við fólkið í landinu og vilja þess. Kjósendur sýndu Framsóknarflokknum skýr skilaboð á laugardaginn - þeir vilja ekki flokk sem hefur það eitt hlutverk að vera hækja Sjálfstæðisflokksins og situr á margfalt meiri völdum hann hefur umboð fyrir. Takið það til greina, framsóknarmenn!
Mín óskaríkisstjórn væri minnihlutastjórn Samfylkingar og VG, ég myndi sætta mig við R-listastjórn og þó ég sé nú ekki stórhrifin af þeim valmöguleika væri samstarf Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks mun skárra en óbreytt ástand.
Ég vona líka að í næsta kosningum verði landið allt eitt kjördæmi. Ég skil ekki þessa kjördæmavitleysu, furðulega skipan jöfnunarþingsæta og kvenmannsleysi Norðvesturkjördæmis. Þetta kjördæmakerfi sýndi svo sannarlega gagnsleysi sitt í þessum kosningum, bæði hvað varðar jafnrétti kynjanna og furðulegt misvægi atkvæða eftir því hvar á landi viðkomandi er búsettur.
Athugasemdir
Heyr heyr!
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 14.5.2007 kl. 18:42
þetta gerðist líka gerðist líka 2003, þá tapaði íhaldið í prósentum talið og framsókn, en héldu samt áfram!
Bragi Einarsson, 15.5.2007 kl. 21:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.