Þriðjudagur, 10. apríl 2007
Aldrei segja aldrei - komin suður
Vestfjarðaferðin var indæl. Fór meira fyrir djammi og skemmtunum en tónleikunum sjálfum, samt var gaman á þeim. Blonde Redhead fóru fyrir lítið útaf hljóðkerfisrugli, sem var mikil synd því það litla sem maður heyrði sýndi svo fáránlega gott band ....
Það var líka gaman að skreppa á S-Úgandafjörð og taka gatnamótin inn í miðju fjalli til Flateyrar. Og fáránlega gaman að keyra Djúpið í bæði skiptin í ofboðslega fallegu veðri, þó að firðirnir séu fullmargir (hvar eru göngin?!)
Í dag er ég hins vegar í náttfötum í staðinn fyrir að vera á spítalanum, því ég er lasin. En stundum kemur það sér vel, því ég er að klára alveg feitt blað sem kemur út síðar í vikunni. Svo mæli ég með að lesa þetta og skoða þetta. Sérstakt kredit fær síðan marsgreinin á Vefritinu, eftir Erlu.
Athugasemdir
Ég er ekkert lengur í Njú Jork. Þú verður að kíp öpp sko.
Ugla Egilsdóttir, 14.4.2007 kl. 18:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.