Mánudagur, 2. apríl 2007
Aldrei fór ég suður
Hlakka sjúklega mikið til að fara vestur um helgina. Frítt föruneyti, skemmtileg tónlist og svo er ofboðslega fallegt á Ísafirði ....
Ég fór á Aldrei fór ég suður fyrir þremur árum og það var óendanlega gaman. Trabant fór á kostum í fiskvinnsluhúsinu, það snjóaði mjög mikið þannig að nóttin fékk á sig ævintýralegan blæ, partý í hverju húsi, falleg fjöll, sushi, rúntur um Flateyri og sund á Suðureyri .... án efa skemmtilegasta páskahelgi allra tíma!
Ég fæ fiðring í magann þegar ég hugsa um helgina!
Athugasemdir
Ég og Stígur ætlum með. Vúhú, þetta verður gaman.
Dagný Ósk Aradóttir, 3.4.2007 kl. 11:23
Ooooooooo heppna þú, gusgus verður líka að spila!! Ég öfunda þig alveg smá;)
Þóra Elísabet (IP-tala skráð) 4.4.2007 kl. 12:15
Haha, já þetta var gaman. En við erum hvorteðer líka alveg að fara að sjá gusgus, sem verður geggjað!
Helga Tryggvadóttir, 9.4.2007 kl. 19:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.