Verðlækkanir, hvað?

Við Dóri og Þóri fengum okkur að borða á Indó-Kína, því það var allt stappfullt á Vegamótum (eins og alltaf þegar við hjónin rekum þar inn nefið ....) 

Matseðillinn var fáránlega dýr þannig að við mönuðum okkur upp í að spyrja afgreiðslukonuna hvort þau væru búin að lækka verðið. Kom einhvern veginn ekki á óvart að það hafði ekki verið gert!

Auðvitað hefðum við bara átt að standa upp og ganga út, en einhvern veginn gerðum við það nú ekki, eftir heartbreaking ræðu um að heildsalar hefðu hækkað kjötverð um 20% (!) í janúar og núna bara gætu veitingahúsin ekki lækkað verðin þrátt fyrir að þurfa að borga minni skatta! Við borguðum þessvegna möglunarlaust þessar næstum 2000 krónur á mann fyrir matinn, og ég huggaði mig við að það kostaði nærri alveg jafn mikið fyrir okkur Steindór að kaupa kjúklingabringur, salat og kartöflur í matinn á sunnudaginn.

Hvað er málið? Ég skil líka ekki Ernu Hauksdóttur, formann Samtaka ferðaþjónustunnar, sem kemur í Kastljós til þess að verja veitingastaðaeigendur: "jújú, það eru nú alveg sumir búnir að lækka næstum nógu mikið..." "það eru margar erlendar ferðaskrifstofur himinlifandi með lækkanirnar" (hvaða lækkanir?) "það er erfitt að reka veitingahús á Íslandi ...." 

Alveg dæmigert! Eins og alltaf eru það neytendur sem borga. Þetta er alveg eins og með bíóin sem hækka iðulega verðið þegar dollarinn er hár. Síðan lækkar dollarinn oft líka, en ég man barasta aldrei eftir því að bíóverðið hafi verið lækkað. 

Sökks!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorbjörg Sandra Bakke

Sammála þér, þetta sökkar feitann!

Þorbjörg Sandra Bakke, 14.3.2007 kl. 12:25

2 identicon

Já, ekki er það nú gott þegar maður er farinn að þurfa að borga fyrir matseðilinn!

Sverrir (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 17:13

3 Smámynd: Helga Tryggvadóttir

Takk fyrir þetta, Sverrir

Helga Tryggvadóttir, 19.3.2007 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband