Ljúfa lífið

Vikan er búin að vera afskaplega góð! Sundferðir og búðarferðir, sofa út og kúra, árshátíð, bull og vitleysa. Kominn tími til .... 

Á morgun byrja ég síðan á verkefninu mínu af fullri alvöru! Þá ætla ég að tékka hvort spurningalistinn okkar, sem við erum að fara að ganga frá núna á eftir, er í lagi og síðan byrjar bara rannsóknin á þriðjudaginn! Hlakka mikið til að fá loksins tækifæri til að vera inn á spítalanum, það er meira að segja búið að segja okkur að við getum mögulega fengið að fylgjast með aðgerðum sem mér finnst afskaplega spennandi. Efast ekki um að það er skemmtilegur tími framundan, ég er líka fegin að þurfa ekki að mæta í súra fyrirlestra í Ármúla ....

Annars er ég að skrifa helgarumfjöllun. Endilega tékkið á Vefritinu á eftir, ég er að klára þetta ....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband