Miðvikudagur, 28. febrúar 2007
Inni/úti
INNI:
- próflok á mánudaginn og sem marka að ég held endalok preklínísku áranna!
- mojito á mánudagskvöld og árshátíð föstudaginn á eftir
- rannsóknarverkefnið mitt
- Kenýa eftir bara rétt rúma þrjá mánuði og Austur-Evrópa og Berlín í ágúst
- minnisreglur og minnismyndir
- klíník
- vorið sem kemur bráðum
ÚTI:
- próflestur í fjóra daga í viðbót
- fjögurra klukkustunda próf með yfir 200 krossaspurningum
- einhæft nám með lestri skólabóka og fyrirlestrum
- stóri bunkinn af greinum sem ég þarf að lesa út af blessuðu verkefninu
- kynfæri kvenna!
- ógeðslegur kuldi
Athugasemdir
Neinei, kynfæri kvenna eru sko inni. Kynfæri karla eru úti. Þetta er bara einfaldur anatómískur munur, Helga.
Steindór Grétar Jónsson, 28.2.2007 kl. 17:37
Dæs!
Bragi Einarsson, 28.2.2007 kl. 22:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.