One to go!

Þetta er svo sannarlega maraþonhlaup. Enn einn áfanginn kláraðist sem betur fer í morgun, og í þessum töluðu orðum er ég algjörlega að gíra mig upp fyrir lokasprettinn! 

Helgin var eftirminnileg. Ég veit ekki hvað stóð uppúr - kalkútfellingarnar í heilahimnuæxlinu sem ég leitaði síðan að án árangurs í einu eggjaleiðarasýnanna, súru en afspyrnugóðu minnisreglurnar um kalkaða ömmu sem borðar ekki ost eða einungis sú staðreynd að sitja klukkan hálfellefu á laugardagskvöldi að skoða smásjársýni .... 

Ég hlakka viðurstyggilega mikið til þann fimmta mars því þá verður drukkinn bjór og aftur gaman að lifa. Árshátíð læknanema föstudaginn eftir verður svo sannarlega eitthvað .... (ég hugsa að við þriðja árs fólkið verðum eins og litlir kálfar á vori og sláum öðrum árum ref fyrir rass í ölvun og hressleika!)

Þá verður líka mögulega hægt að byrja að lesa bloggið mitt aftur! Þangað til:

[Vefritið: áhugasömum bendi ég á góða helgarumfjöllun Önnu Pálu um klám (eiginlega skyldulesning fyrir alla sem hafa tjáð sig um stóru klámráðstefnuna) og aðra mjög góða um kyngervingu stúlkna frá blautu barnsbeini eftir Tótu.]


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband