Miðvikudagur, 21. febrúar 2007
Morgunstund gefur gull í mund
Þetta orðatiltæki hef ég svo sannarlega ekki tileinkað mér, enda hrifnari af því að sofa á morgnana en að nota þá til góðra verka. Í morgun skelltum við mamma og Steindór okkur hinsvegar á fund í morgunsárið, sem var aldeilis skemmtileg tilbreyting!
Þá átti sér stað stefnumót við stjórnmálaflokkana um kynbundið ofbeldi. Góður fundur og gagnlegur, og þá sérstaklega að heyra frá fulltrúum stjórnmálaflokkanna hvað þeir sjá til ráða til þess að vinna bug á þessu vandamáli, sérstaklega í ljósi þess að einungis brot af kynferðisbrotamálum sem efnt er til enda fyrir dómstólum ....
Ágúst Ólafur var góður og kom meðal annars með mjög góðan punkt, grundvallaratriðið að efla fræðslu um þennan málaflokk. Stefnan sem umræðan um klámþingið hefur tekið held ég sanni hans mál. Bendi að því tilefni á á afar góða grein stjórnmála- og kynjafræðingsins Evu um orðræðuna sem birtist á Vefritinu í dag. Algjör skyldulesning fyrir femínista og aðra ....
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.