Föstudagur, 16. febrúar 2007
Góðar fréttir af árshátíðum og innöndunarúðum
hvad heitir innöndunarúdinn tinn? svar óskast, kv. systir tín sem á ekkert líf
þetta "skemmtilega" sms barst Önnu systur minni á árshátið Orators, þar sem ég efast ekki um að er aðeins meira stuð en hér heima yfir lyfjafræðibókunum. Veit ekki hvenær ég mun gefast endanlega upp á því að vera alltaf í prófum á skjön við aðra og skrá mig í eitthvað eðlilegt nám.
Góðu fréttirnar eru samt þær að ég vissi hvaða tegund af innöndunarúða hún væri að nota, jafnvel áður en hún sagði mér það!
já, svona þarf lítið til að gleðja lífleysingja.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.