Fimmtudagur, 15. febrúar 2007
Að æra óstöðugan
.... er ekki erfitt þegar ég á í hlut. Ekki nóg með að námskeiðið sé ömurlega skipulagt, dularfull hvörf hafi orðið á tímaglósum í tölvunni minni í stórum stíl og fyrirlestrar séu ýmist ofurvel faldir á ýmsum stöðum á internetinu eða beinlínis ekki aðgengilegir!
Nágrannar mínir ákváðu nefnilega líka að nota þennan tíma til þess að gera upp íbúðina sína! Og í dag er ástandið búið að vera þannig að mér hefur liðið eins og ég væri með smið í fullri vinnu staddan við hliðina á mér að negla nagla í vegg.
Þannig að nú er ég stödd í kastala íslenskrar menningar, Þjóðarbókhlöðu! og hér er kyrrð og ró, vona að þeir taki nú ekki uppá því að fara að bora í holræsin á Birkimelnum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.