Mánudagur, 12. febrúar 2007
Hin æsispennandi lyfjafræði
Lyflækningar hef ég ekki hugsað mér að leggja fyrir mig! Hentar mér bara ekki baun að læra utanað skrilljón lyfjaheiti, milliverkanir og hjáverkanir. Hefði hugsanlega gengið betur ef ég hefði byrjað á því fyrr, en það er víst ekki um að ræða úr þessu.
Líka hörmung að vera veik meðan á öllu þessu stendur, og missa í ofanálag af sigur- og afmælishátíð Röskvu, sem ég hefði svo gjarnan viljað vera viðstödd. En ég hvet alla vini Röskvu til að láta sjá sig! klukkan 20 á Deco!
Hversu djúpan skilning á lyfjafræði getur maður öðlast á einni viku við lestur bókanna Pharmacology Condensed, Medical Pharmacology at a glance og powerpoint slæd-sjóva? Stay tuned, þetta er æsispennandi!
Athugasemdir
ætlarðu sem sagt í skurðlækningar?
Gróa Margrét Valdimarsdóttir, 12.2.2007 kl. 22:25
Nei, reyndar ekki heldur .... held reyndar að lyfjafræði komi nánast öllum sérgreinum við þannig að maður losnar ábyggilega ekkert við að læra þetta þótt maður vildi!
Helga Tryggvadóttir, 13.2.2007 kl. 13:47
Baráttukveðjur til þín ;) gerir þetta kannski ekki mikið spennandi get ég ímyndað mér að hlaða þessu á mjög stuttan tíma án þess að setja þetta líka í samband við sjúkdómafræðina samhliða...en þú getur allt ;) knús
Hjördís (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 16:06
Hey til hamingju meÐ Röskvusigurinn :)
Knús Dísa
Valdís (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 23:13
ja hérna...rakst á þessu síðu þína í gegnum ýmsa aðila.....allavega...varstu ekki örugglega með mér í Vesturbæjarskóla? Er þetta ekki 'rétta' Helga?;)
kv. Svandís- sem var í Vesturbæjarskóla en flutti svo burt.....en kom svo aftur.....
SVANDÍS (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 12:17
Hæ, já! jújú einmitt sú Helga :) en gaman, hvað er að frétta af þér?
Helga Tryggvadóttir, 15.2.2007 kl. 15:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.