Föstudagur, 9. febrúar 2007
Loksins Röskvusigur
Það var þó aldrei að maður fengi ekki að upplifa kosningasigur, svona einu sinni!
Stemningin í gærkvöldi var náttúrlega ólýsanleg þegar í ljós kom að yndislegi Ítalinn okkar, hann Fabrizio, hafði brotið blað og var orðinn fyrsti erlendi neminn til að sitja í Stúdentaráði. Ekki verra að hann var líka fimmti maður Röskvu, ótrúlegt kraftaverk og Röskva loksins aftur í meirihluta í Stúdentaráði!
Það að hafa starfað með Röskvu hefur verið algjört ævintýri og mestu forréttindi. Og ótrúlegt hvað félagið hefur stækkað og byggst upp á þessum tíma! þegar ég mætti á minn fyrsta fund og var kjörin í stjórn Röskvu í október 2003 var félagið í sárum eftir tvo kosningaósigra í röð, fyrst þegar meirihlutinn tapaðist með fjórum atkvæðum árið 2002 og aftur árið eftir þegar fjórði maður Röskvu datt út úr ráðinu.
Að fylgjast með og fá að taka þátt í uppbyggingu félagsins síðan hefur verið alveg ótrúlegt. Þrátt fyrir að við höfum tapað kosningunum árið eftir var Röskvusóknin hafin, og hefur staðið óslitið síðan (þó að það hafi óneitanlega staðið tæpt í fyrra .....)
Góð kona sagði einu sinni við mig þegar við höfðum tapað kosningum að það væru í raun ekki úrslitin sem skiptu öllu máli þegar kæmi að Röskvu, heldur miklu frekar reynslan og vinirnir sem maður eignast. Það er auðvitað rétt, enda kynntist ég stórum hluta þeirra sem ég lít á sem bestu vini mína í dag í gegnum Röskvu, hef lært óendanlega mikið og er frábærum kærasta ríkari.
En vá, hvað er samt svít að vinna! Og alveg frábært að eiga Stúdentaráð sem er alvöru baráttuafl á kosningavori.
Athugasemdir
Til hamingju með sigurinn
Gróa Margrét Valdimarsdóttir, 9.2.2007 kl. 19:08
Til hamingju, gömlu baráttubræður - og systur! Var fylgismaður Verðandi í eina tí og í framboði þar. Sú afskiptasemi mín af arkítektúr heimsins varð reyndar til þess að það átti að meina mér aðgang að framhaldsnámi í USA! Saga að segja frá því. Anyhow, semsé til hamingju!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 10.2.2007 kl. 15:01
Til hamingju, þetta var snilld.
Dagný (IP-tala skráð) 10.2.2007 kl. 18:27
Takk sömuleiðis!
Já, þetta var mesta snilld.
Helga Tryggvadóttir, 11.2.2007 kl. 18:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.