Sunnudagur, 4. febrúar 2007
Bíó dagsins
Geta bandarískar kvikmyndir ekki lengur talist góðar án þess að vera ofurlangar?
var að koma af Babel í bíó og jú, hún var mjög góð. En alveg óþarfa rúmlega tveir og hálfur tími! hefði meira að segja verið miklu betri ef hún hefði verið stytt aðeins, tjillað á dramanu og reynt frekar að draga fram það sem raunverulega skipti máli.
í rauninni var sömu sögu að segja af Little Children, sem var mjög góð líka. En samt, of löng. Eða ég of óþolinmóð, veit ekki.
Myndir geta auðvitað verið þriggja tíma langar og frábærar, alltaf eitthvað nýtt og manni leiðist aldrei. Ég skil samt ekki af hverju allar myndir eru orðnar yfir tveir klukkutímar! til þess ætti einungis að grípa í undantekningartilfellum þegar fólk hefur virkilega eitthvað að segja hverja einustu mínútu.
en kannski er ég ekkert rétta manneskjan til að dæma um þetta, ég sem hef eiginlega aldrei einu sinni þolinmæði til þess að horfa á heila vídjómynd.
Athugasemdir
Miðað við verð á miða í dag, þá finnst mér allt í lagi að fá a.m.k. 2 tíma + út úr myndinni
Bragi Einarsson, 4.2.2007 kl. 22:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.