Næturdýrið ég

Við kötturinn minn Muggur eigum sameiginlegt að vilja sofa á daginn og vaka á nóttunni. Ég verð oft ótrúlega hissa yfir hvað næturnar eru alltof mikið minn tími, þá er einbeitingin í hámarki og ég get lært miklu betur en á daginn.

Það er samt alveg fáránlegt að glaðvakna þegar allir heima hjá mér eru á leiðinni í rúmið, og það jafnvel þó að ég hafi vaknað snemma og verið að farast úr syfju allan daginn. Svo hentar þetta í ofanálag fáránlega illa! Skólinn byrjar eldsnemma á morgnana og það er ekkert að gerast á nóttunni, þegar minn tími kemur!

Kannski flott bara að vera að mennta sig í fagi sem felur í sér vaktavinnu .... kannski ég sleppi öllum morgunvöktum, vinni bara á næturnar og verði frábær læknir!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hehe..næturdýr! Við getum þá kannski stofnað heilsugæslu sem hefur opið allan sólahringinn :D ..en myndi samt frekar vilja vinna á sama tíma og þú;)..það væri stuð..hmm.. svekk að missa af Sögu um daginn..frétti hún hefði verið svaka góð! Góða helgi sætust :)

Hjördis (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 09:12

2 Smámynd: Helga Tryggvadóttir

haha, já! það væri mjög sniðugt en samt miklu skemmtilegra að vinna saman :) 

Saga var alveg frábær, vona að maður fái fljótt aftur tækifæri til að sjá sýningu hjá henni.

Helga Tryggvadóttir, 2.2.2007 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband