Á grænu ljósi

Ágæt helgi að baki þrátt fyrir að próflestur, þó að hann sé eiginlega bara í þykjustunni, hamli óneitanlega djammmöguleikum umtalsvert. 

Ég sá alveg fáránlega skemmtilega danssýningu á föstudaginn! það var á vegum Sögu æskuvinkonu sem stóð fyrir þessu ásamt einni íslenskri og tveimur ísraelskum vinkonum sínum - víkingar og gyðingar! ótrúlega vel heppnað og frábært framtak í alla staði.

Þorrablót Röskvu var líka skemmtó, þar þurfti enginn á bjór að halda og Pétur nokkur Markan hélt uppi brjáluðu stuði einn og edrú með gítarinn. Nú er frost á fróni vakti lukku meðal útlendinganna, og Gleði, gleði vakti einnig mikla lukku, meðal fyrrum MH-inga ...

Á laugardaginn dró ég síðan kærastann minn nauðugan viljugan í bíó. Við vorum samt bæði sátt við það, eftir á að hyggja. Myndin var Little children og reyndist afar góð. Græna ljósið er mikið að mínu skapi, það er ekkert hlé (sem er bara snilld, ef maður fær sér ekkert að drekka þeas) auk þess sem hið dásamlega Fréttablað gefur lesendum sínum tveir fyrir einn á frumsýningarhelgi! Vel þegið, enda myndi ég nú ekki beint orða það þannig að það sé ókeypis í bíó!

Að plögga Fréttó á Moggabloggi er annars góð skemmtun!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband